Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Vinnuvikunni lokið.

Þá er fyrstu vinnuvikunni eftir spítalavistina lokið og gengur bara nokkuð vel. Svo tekur við löng helgi núna og ekki vinna fyrr en á þriðjudag aftur, fínt að hvíla sig smá. Skrapp í 2 tíma útiveru með Rocky í gær í yndislega veðrinu og það var alveg frábært, höfðum sko báðir gott af því.

Það fer að hefjast undirbúningur að æfingum og er ég á léttu prógrammi til þess að koma mér í form næstu vikunnar. Hvort að það verði einhver keppni seinna á árinu kemur bara í ljós hvernig formið verður bæði andlegt og líkamlegt.

Bætingarnar verða fljótar að koma en þetta tekur bara allt saman tíma hvort sem manni líkar betur eða verr. Með öruggri uppbyggingu þá er ekki hægt annað en að bæta sig. Bestu tölurnar á mótum eru hingað til hb : 187.5 , bp : 120 rs : 217.5 alveg hægt að bæta þessar tölur ef maður vandar sig.

Sjáum til hvernig þetta gengur, bið að heilsa í bili.

Með Kveðju

Emil Tölvutryllir

9. maí 2008 kl. 13:58 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

1 ummæli

 1. NAU NAU NAU !!!!
  Heilir 2 tímar.
  Heldur þú ekki að þú og voffalingur hafi fengið súrefniseitrun ? :) :)

  Flott samt að byrja aftur á lóðaríi :) Stendur það ekki enn að við tökum þátt í Sterkasta Fatlaða í haust. Þeir sýn þáttinn frá því í fyrra á RÚV,á Hvítasunnudag
  14.55 Sterkasti fatlaði maður heims

  Ummæli eftir Sólmyrkvinn | 10. maí 2008

Lokað er fyrir ummæli.