Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Byrjaður að vinna aftur

Ég fór í vinnuna í gær í fyrsta skipti í rúmann mánuð og það var mjög gott að hitta allt fólkið þar en var líka erfitt að byrja aftur. Það tekur tíma að ná upp fyrra úthaldi og ég fann það alveg í gær að það mun taka einhvern tíma. Síðan þegar vinnan var búin þá fór ég í Björgina og borðaði þar Bjúgu með öllu tilheyrandi í hádeginu fínt að koma aftur þangað líka.

Síðan var seinni partinn skroppið í Bónus að versla og ýmislegt keypt þar bæði fyrir mig og síðan Rocky hundinn minn líka. Ég passaði mig á því að kaupa sem hollast t.d. Kristall í staðinn fyrir gos, ekkert snakk og þar fram eftir götunum. Maður verður að reyna að halda áfram á sömu braut varðandi þyngdina en ekki bæta strax á sig aftur.

Ég var alveg búinn eftir þetta allt saman og sofnaði um hálf níu og er að fara að koma mér í vinnuna núna á eftir rétt fyrir klukkan níu. Hafið það sem allra best í dag.

Með kveðju

Emil

7. maí 2008 kl. 07:45 | Emil Ólafsson | Umræðan | 2 ummæli

2 ummæli

  1. VOFF VOFF
    Flott þetta vinur.

    UM að gera að borða hollt og gott.

    Ummæli eftir Freki | 7. maí 2008

  2. hæhæ vinur gangi þer vel i vinnunni

    Ummæli eftir imma | 8. maí 2008

Lokað er fyrir ummæli.