Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

er ennþá á spítala.

Ég er ennþá á spítala og verð allavega fram á morgundaginn. Það eru ennþá rosaleg útbrot sérstaklega á fótunum en ég held að þeir séu að komast fyrir þetta smám saman. Þeir halda að þetta sé ofnæmi fyrir sýklalyfji en vita ekki hvaða, ég mun hitta sérfræðing til þess að komast að því eftir að ég losna héðan.

Ég er búinn að sofa í mest allan dag eða síðan um hádegi og vaknaði um hálf sex, fékk mér að borða. Er farinn að geta borðað brauðsneið með áleggi þannig að tungan er öll að koma til líka. Svefninn er besta lækningin segja sumir og mér líður best þegar ég næ að sofa.

Skrifa meira seinna.

Með kveðju

Emil

3. maí 2008 kl. 17:55 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

1 ummæli

  1. Flott að heyra.

    Já það getur verið leiðinlegt að fara inn og út af spítölum.
    Vonandi er þetta ekki neitt alvarlegt, og farðu vel með þig.

    Gaman að tungan sé að komast í lag. Sá það nú á BK á 1.mai.

    Ummæli eftir Sólmyrkvinn | 3. maí 2008

Lokað er fyrir ummæli.