Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

mikið að gerast.

það er ýmislegt búið að gerast í mínu lífi undanfarið. Ég hætti með Ingunni af því að mér fannst það ekki ganga nógu vel að vera í svona fjar-sambandi. Ingunn var ekki mjög ánægð og sagði að ég væri asni núna.

Ég kynntist stelpu í gegnum Sæþór vin minn en hún heitir Steinunn. Ágætis stelpa og allt það en hefur átt erfitt. Hún syngur m.a. með sönghópnum Blikandi Stjörnur sem bakraddarsöngkona. Hlutirnir æxluðust þannig að hún flutti til mín og það varð samkomulag um að hún myndi borga 25.000 kr sem sinn hluta af leigunni ( 70.000 kr í heild ).

Steinunni fannst þetta þvílíkur yfirgangur og frekja ( frétti ég í kvöld ) og sagði að vegna þess að hún væri öryrki þá ætti hún svo erfitt og bla bla bla …… ég benti henni kurteisislega að lífið væri ekki auðvelt og hvort sem ég notaði íbúðina eða ekki og eins þyrfti ég að borga í mat ef ég vildi ekki svelta sáru hungri.

Hún gat engann veginn séð þetta eins og ég og rauk í fússi áðan því að henni fannst ég svo ósanngjarn. Magnús Korntop vinur minn var búinn að reyna að vera sáttasemjari og ég var til í að slaka á kröfunum þannig að í staðinn fyrir að borga leigu fyrstu tvo mánuðina á meðan við værum að sjá hvort að þetta myndi ganga upp þá myndi hún borga rekstur bílsins ( sem hún á sjálf !!!! ) og sigaretturnar sjálf úr eigin vasa án hjálpar frá mér.

Hún Steinunn gat ekki séð að það væri neitt sanngjarnt við þetta…… Ég fórnaði mínu sambandi við Ingunni til þess að láta reyna á þetta og tapaði hvoru tveggja. Ég hélt að Steinunn væri betri stelpa en hún í raun reyndist vera …….

Vonandi gengur bara betur næst.

Með kveðju

Emil

2. maí 2008 kl. 02:38 | Emil Ólafsson | Umræðan | 7 ummæli

7 ummæli

 1. Já svona er lífið.
  Gangi þér betur næst. Ég er sko löngu hætt að botna í þessu öllu.

  Ummæli eftir Alvilda | 2. maí 2008

 2. æj emil minn viltu vera vinur minn aftur ekki að við byrjum saman enn að við verðum trunaðarvinir
  ???? eg væri alveg til í það lofa að reyna ekkert við þig eg vil bara vera góð og hjalpa þér að liða betur þvi mer þykir mjog vænt um þig og vil ekki að þer gangi svona illa þessi ástarmál foru i vaskinn hja þer endanlega þegar við enduðum okkar sambandi alveg enn nuna vil eg byrja með vinarsambandi i huga

  Ummæli eftir imma | 2. maí 2008


 3. En samt betra að Emil er komin með aðra dömu en Ingunni frekju og fýludós.

  Og takk fyrir í gær.

  Ummæli eftir Sólmyrkvinn | 2. maí 2008

 4. Spurning um að vera með 3 kærustur í einu Tryllir sæll, rukkar 25 kall af hverri og verður laus við leigudrauginn.

  Ummæli eftir Páverinn | 2. maí 2008

 5. Mér fannst eins og ég væri að tala við vegg í gærkvöldi en eins og ég hef sagt áður Emil þá er það stelpa úr Keflavík (Reykjanesbæ) næst,það getur allavega ekki versnað,keep on going friend.

  Ummæli eftir Risaeðlan. | 2. maí 2008

 6. hæ emil er gaman hjá þér og þú ert ekki asni núna þú átt að vila mig eða steinunni en þú vil hanna en ekki mig og ég vona að þú vil mig aftur og við hættum aldrei saman aftur og ég kem til alvdilu í dag og hrindu í mig frá ingunni

  Ummæli eftir ingunn birta | 2. maí 2008

 7. Núna þyrfti karlinn að fara í kynlífsbindindi. Minnir að Lubbi Morteins hafi gert það þegar kvennamálin hans voru komin í rúst. Koma skikki á þetta allt saman og temja þær betur :) Komdu svo á mótið karlinn. Þarf Trylltan stuðning…

  Ummæli eftir gunz | 2. maí 2008

Lokað er fyrir ummæli.