Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Aftur inn á spítala.

Ég er búinn að vera á spítala síðan á þriðjudag eða miðvikudag. Er kominn í 120,2 kg í fötum sem gerir líklega um 119,5 kg í fötum. Fékk krampa og beit tvisvar í tunguna og hún bólgnaði þvílíkt upp og hef ekki getað borðað neitt er á fjótlandi fæði og sýklalyfjum 4x á sólarhring.

Ég er búinn að tefla mikið á meðan ég hef verið hérna inn á deild, gaman að því og í gær spilaði ég scrabble lenti að vísu í fjórða og neðsta sæti enda í fyrsta skipti sem ég fer í það. Bólgan á tungunni er farin að hjaðna smá vinstra megin vona að þetta fari að koma ég verð líklega um 115-117 kg þegar ég útskrifast heim.

Grétar til hamingju með 20 ára afmælið vinur minn.

Þegar ég verð orðinn góður þá fer ég á fullt í páverið og verð snöggur að fara í 100 kg í bekk, 200 kg í réttstöðu og 200 kg í hnébeygju allt miklu auðveldara þegar maður er orðinn léttari á sér..

Hef svosem ekki svo mikið að segja vildi bara láta vita af mér aðeins hérna. Skjóðan að minnka og kallinn verður sterkari eftir þessi áföll. Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari !!!!

með kveðju

Emil Tölvutryllir

20. apríl 2008 kl. 12:04 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Kraftlyftingar, Dósasel, Heilbrigði, Skák | 5 ummæli

5 ummæli

 1. Ég vorkenni Immu að fara að trúlofast Gumma,GUÐ veri með henni.
  Látt þú þér batna vinur sæll og farðu vel með þig.

  Ummæli eftir Risaeðlan. | 20. apríl 2008

 2. hæhæ vildi bara óska þer góðan bata og þu matt kikja á siðurnar minar www.imma.blogg.is www.gummiimma.blog.is www.immagella.bloggar.is

  Ummæli eftir imma | 20. apríl 2008

 3. takk fyrir og lattu ter lida vel

  Ummæli eftir greski | 20. apríl 2008

 4. Gangi þér vel að ná heilsu Tölvutryllir…Þú mætir aftur í stálið helskafinn..

  Batakveðja. Sir Cat

  Ummæli eftir Sir Magister | 20. apríl 2008

 5. Það sem ekki drepur styrkir!

  Ummæli eftir Benni Massi | 20. apríl 2008

Lokað er fyrir ummæli.