Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Létt yfir mér í dag :)

Það er búið að vera létt yfir mér í síðan í gærdag. Mér hefur sjaldan liðíð jafn vel undanfarin ár og greinilegt að lyfjabreytingin sem var gerð þegar ég var inn á geðdeild er að skila sér. Ég spilaði nokkra leiki í fifa 2008 við Ali í gær og hafði sigur í flestum tilvikunum en kallinn er að verða helvíti fær í þessum leik og það munar ekki miklu á okkur.

Ég vil þakka ykkur fyrir góð viðbrögð við seinustu færslu hjá mér og vona að það haldi áfram að streyma inn komment með jákvæða strauma.

Ég fór í vinnuna í morgun í fyrsta skipti í langann tíma og það gekk bara vel, skrapp síðan í Björgina og í Bónus með Steinunni. Rocky fór með okkur og hafði bara mjög gaman af bíltúrnum. Ég er að hugsa um að fara á eftir og þvo bílinn. Við tókum líka bensín í dag, fengum rétt um 20,60 lítra fyrir 3000 kallinn….. Vonandi munu mótmælin hafa þau áhrif að bensínið lækki eitthvað ekki veitir af.

Var líka að leika mér aðeins með handlóðin í Björginni, ætla að byrja á því að nota þau fyrsta mánuðinn áður en ég fæ mér kort í Massa, það eru líka tæki þar sem okkur sem erum félagar er frjálst að nota. Það er göngubretti þarna og ýmislegt fleira einnig.

Þessa stundina er ég mjög jákvæður og er að hugsa hvað ég get gert til þess að nýta mér þann jákvæða byr sem umlykur lifið núna en passa um leið að ofgera mér ekki.

Jákvæðir straumar fylla hugann
þunglyndið leggur á flótta frá mér
ég svíf um allt eins og flugan
og vona að þetta verði góður dagur hjá þér

Þetta ljóð lýsir því hvernig mér líður akkúrat núna…… JÁKVÆÐUR, ÁNÆGÐUR OG BJARTSÝNN !!!!

14. apríl 2008 kl. 17:55 | Emil Ólafsson | Umræðan | 10 ummæli

10 ummæli

 1. ja enda er það gott að hugsa bara um sjalfan sig og vera leiðinlegur við sina fyrrverandi bara utaf maður er i oðru sambandi afhverju læturðu svona við mig bara utaf eg er með gumma dises eg vil alveg að allir seu vinir og sáttir með lifið enn ekki se alltaf verið að setja ut á mann og rifast um allt og þessi risaeðlan eg veit að það er maggi hættu þessum leiðindum

  Ummæli eftir imma | 14. apríl 2008

 2. Gott að sjá að Tryllirinn er kominn í sitt besta form. Flott ljóð.

  Ummæli eftir Páverinn | 14. apríl 2008

 3. Imma :

  Ég held að það sé ekkert gott fyrir hvorki mig né þig að vera of mikið í sambandi það endar bara í veseni. Ég reyndi að vera góður við þig og spjalla þegar þér leið illa og laugst að Gumma til þess að komast út og hitta mig. Hvað fékk ég í staðinn ??? Það var ráðist á mig á mínu eigin heimili …. Þú segir að ég leggi þig í einelti Imma …. Það er ekki þannig, þú kallar það kannski að leggja þig í einelti að skipta sér ekkert af þér.

  Vonandi áttu góðann afmælisdag á morgun en ég hef ekki áhuga á samskiptum við þig vegna þess að ég VEIT að það eru bara endalaus VANDRÆÐI í kringum þig. Þú ert búin að velja að vera með Gumma, þá skaltu líka sýna honum þá lágmarks kurteisi og virðingu að vera ekki að reyna við aðra stráka né fara á bakvið hann. Það vill enginn vera með stelpum sem eru að reyna að fá aðra stráka á sama tíma og þær eru með manni sjálfum.

  Gangi þér vel.

  Með kveðju

  Emil

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 14. apríl 2008

 4. eg ætla lika bara vera með gumma enn þú hatar mig fyrir það !!!!!!

  Ummæli eftir imma | 14. apríl 2008

 5. og hann er miklu betri við mig enn þú varst eg elska gumma meira og meira og sorry eg er buin fa nog af þessum fokking stælum i þer eg vil ekkert reyna við neinn aðra straka lengur gummi er min sanna ást reyndu skilja það vanþakklati

  Ummæli eftir imma | 14. apríl 2008

 6. vert þu alltaf jakvæður Emil eins og alltaf, er stolt af þer kveðja Guðny

  Ummæli eftir Guðny P | 15. apríl 2008

 7. Emil: Hvernig væri að banna ip tölu Immu svo hún sé ekki sýnkt og heilagt að “drulla yfir þig upp á bak” ef það er þá hægt að banna hana,en það eru allir viti bornir menn búnir að fá upp í kok af þessu væli hennar,þú ert kominn með fallega flengmey sem virkar betur á okkur vini þína en hinár tvær fýlustrympurnar.

  IMMA: VILTU GERA SVO VEL AÐ LÁTA EMIL Í FRIÐI OG VERTU BARA MEÐ GUMMA ÞVÍ ÞAÐ VALDIR ÞÚ SJÁLF OG LEITAÐU ÞÉR HJÁLPAR Í ÞESSUM VEIKINDUM ÞÍNUM ÞÁ ANNAÐHVORT MEÐ INNLÖGN Á GEÐDEILD,TALA VIÐ SÁLFRÆÐING EÐA GEÐLÆKNI.
  HVAÐ ÞESSA ÁRÁS Á EMIL VARÐAR ÞÁ HEF HVORKI ÉG NÉ ANNAR KENNT ÞÉR UM HANA ÞÚ BARA VORKENNIR SJÁLFRI ÞÉR SVO MIKKIÐ AÐ ENGU TALI TEKUR.

  Ummæli eftir Risaeðlan. | 15. apríl 2008

 8. Líst vel á þetta hjá þér.
  Þú ert vilja sterkur maður.

  Maður sá það þegar þú veiktist.

  JÁKVÆÐUR, ÁNÆGÐUR OG BJARTSÝNN !!!! - Lýsir þér vel.

  og til hamingu með afmælið fyrir stuttu. Það virðist eins og það hafi dottið út.

  Imma:
  Hættu þessu, Emil hefur ekki gert þér neitt.
  og haltu áfram með þitt líf. Og leitaðu hjálpar.

  Kv:
  Ísak

  Ummæli eftir Sólmyrkvinn | 15. apríl 2008

 9. Alltaf sama stuðið í kringum Emil það breytist lítið.
  Gott að þú ert orðinn bjartsýnn og þér líður betur það er fyrir mestu. Það þekkja allir þessar dillur Í Immmu svo láttu það ekki á þig fá. Það munaði minnstu að ég lenti í miðjunni á þessu bulli samt kemur þetta mál mér ekkert við. Það er best að vera ekki að hjálpa svona fólki sorry að ég segi það.

  Ummæli eftir Alvilda | 15. apríl 2008

 10. Sælar,

  Tryllirinn kominn á strik á ný, og núna bara þetta svakalega ljóð sem ég mun eflaust nota sem pickup línu á einhverja dömu.

  Ef ég væri þú þá mundi ég ekkert vera að banna Immu, því meira sem hún commentar hér því meira sést hversu bitur hún er að þú vilt hana ekki. Það er augljóst að hún er á fullu að reyna að fá athygli frá þér.

  mundu bara að þessar kellingar vilja alltaf það sem þær geta ekki fengið.

  Ummæli eftir Andri Krumla | 15. apríl 2008

Lokað er fyrir ummæli.