Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

ennþá á spítalanum.

Ég er ennþá á spítalanum og dagarnir eru misjafnir. Það er verið að prófa ný lyf og ég er voðalega þreyttur oft á daginn. Kvöldin og ef ég er vakandi á nóttinni er erfiðast. En þetta hlýtur að hafast allt á endanum. Ég er að reyna að vera jákvæður en það gengur svona misjafnlega.

Annars fór ég og horfði á íslandsmót fatlaðra í páver í fylgd með begga túrbó. Vignir varði titilinn með 185-125-235 fimm íslandsmet hjá honum, glæsilegur árangur hann bætir sig á hverju mót.

Sveinbjörn var í öðru sæti með 120-100-180 eða 400 í samanlögðu glæsilegt hjá 76 kg skjóðu og þriðju var beggi túrbó með 160-105-210

bið að heilsa í bili.

Kveðja

Emil

7. apríl 2008 kl. 11:11 | Emil Ólafsson | Umræðan, Geðveiki, Heilbrigði | 3 ummæli

3 ummæli

 1. Mundu það EMil minn.
  Góðir Hlutir Gerast Hægt.
  og við eigum að taka einn dag í einu.

  Ummæli eftir Sólmyrkvinn | 7. apríl 2008

 2. æj lattu Þer batna

  Ummæli eftir imma | 7. apríl 2008

 3. emil hvað er e-mailið þitt?

  Ummæli eftir aðdáandi | 8. apríl 2008

Lokað er fyrir ummæli.