Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Erfitt gærkvöld.

Gærkvöldið var erfitt og ég fór í slæmt þunglyndi. En sem betur fer á ég tryggann vin í hundinum mínum og góðum vinum sem hjálpuðu mér í gegnum það. Ég fór ekki í vinnuna í dag heldur í Björgina til þess að tala við starfsfólkið þar um hvernig mér líður en mæti svo hress að vanda í vinnuna á mánudaginn.

Síðan er mótið á morgun og hlakka ég mikið til. Bætingar-Beggi sækir mig snemma eða um tíu leytið og verður Hörður Harðviður með honum í för sem og Anna æðislega flengmey Bætingar-Begga. Hún mun verða myndasmiður á mótinu og hvetja okkur hetjurnar óspart til dáða.

Það er vigtun klukkan 12.30 í Íþróttahúsinu á Akranesi og síðan byrjar mótið klukkan 14.30, ég hlakka mikið til enda verður stuð á hóli á þessu móti sem er mitt fyrsta mót þar sem keppt er í öllum greinum síðan í Nóvember 2006. Fróðlegt verður að sjá í hvernig formi kallinn verður.

Með bestu kveðju

Tryllirinn

28. mars 2008 kl. 11:40 | Emil Ólafsson | Umræðan | 1 ummæli

1 ummæli

  1. Baráttukveðjur

    Ummæli eftir Páverinn | 28. mars 2008

Lokað er fyrir ummæli.