Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Tryllirinn kominn á fullt á ný !!!!!!

Tryllirinn er kominn á fullt á ný og páverandinn er kominn til baka til þess að vera !!!!!!!

Það gæti vel verið að kallinn endi í súpernum á byrjenda og lágmarksmótinu hjá KRAFT þann 29 Mars í staðinn fyrir 125 kg flokkinn sem hann var skráður í enda var verslað í Bónus í dag fyrir 30 þúsund til þess að hafa almennilegt í matinn :) Ekki stækkar skjóðann af sjálfu sér eða hvað ????

Tryllirinn verður ánægður ef hann kemst í gegnum byrjenda mótið en mesta hættan er jú sú að ná ekki nægjanlegri dýpt í beygjunum en þær hafa ekki verið teknar í háans herrans tíð….. Það er allavega lagt af stað með það í farteskinu að reyna að ná 150 - 80 - 190 sem myndi gera 420 kg í samanlögðu. Allt annað yrði plús :) :)

Síðan er Íslandsmót fatlaðra í páver helgina 4-6 Apríl og að sjálfsögðu verður tekið vel á því þar líka :)

Á innkauparlistanum var meðal annars svínalundir, lambabógur, nautatunga, bjúgu, ostur, síld, slátur og fleira góðgæti :) Allt þetta gefur vel ásamt æfingum sem hefjast fljótlega. Gymmið er lokað yfir páskanna þannig að það verður farið á smá æfingu á laugardaginn í Björginni og látið gott heita fyrir mótið. Beggi Túrbó vill víst að Tryllirinn verði með í súpernum kannski að hann sé ennþá sár eftir tapið á Íslandsmótinu í Bekkpressu 2007 ……

Bið að heilsa ykkur í bili.

Gleðilega Páska

Með kveðju

Emil Tölvutryllir

19. mars 2008 kl. 19:40 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 4 ummæli

4 ummæli

 1. hæ elskan min

  gaman hjá þér núna

  frá ingunn

  Ummæli eftir ingunn birta hinriks | 19. mars 2008

 2. Nú fórstu alveg með það,öööööööööööööössssssssssss,hvað ertu að fara að æfa aftur eftir að þú gafst það út við okkur Alvildu ofl að nú yrðu lyftingargræjurnar endanlega lagðar í standana.

  Ummæli eftir Maggi Kor | 20. mars 2008

 3. Tryllirinn á eftir að taka páverið í nefið! Í nefið! Ég trúi ekki að Tryllirinn hafi ætlað að leggja skóna á hilluna í bransanum Korntop?

  Ummæli eftir Lárus Dór | 20. mars 2008

 4. Á tímabili var páverandinn kominn niður í nánast ekki neitt en núna er allt að gerast !!!!! :)

  Páver er karlmannasport
  ekki er laus við neitt gort
  til pávermanna er með aðdáun horft
  enda hreystimenni af bestu sort

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 20. mars 2008

Lokað er fyrir ummæli.