Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Byrjenda og lágmarksmót KRAFT — UPPFÆRT –

Þá er kallinn skráður á Byrjenda og Lágmarksmót KRAFT sem verður haldið á Akranesi þann 29 mars n.k. Það eru nú þegar skráðir 10 þátttakendur til leiks og vonandi verða þeir fleiri.

Þeir sem eru komnir núna eru :

Karlaflokkur :

75.0 kg

Þorri Pétur Þorláksson
Hallgrímur Þór Katrínarson

82.5 kg

Þorsteinn Grétar Júlíusson
Birgir Nikulásarson

90.0 kg

Bjarni Tryggvason
Davíð Minnar Pétursson

100.0 kg

Sverrir Sigurðsson

110.0 kg

Hákon Hrafnsson

125.0 kg

Emil Nicolas Ólafsson
Gísli Rúnar Víðisson

125.0 + kg

Kristbergur Jónsson
Hilmar Halldóruson

Kvennaflokkur :

67.5 kg

Thelma Ólafsdóttir

Það er skráningarfrestur til 22 Mars n.k. Endanlegur listi mun vera birtur hérna á síðunni. Núna er Tryllirinn kominn í það að passa að sleppa inn í 125 kg flokkinn því að á föstudaginn vigtaðist kappinn 124.8 kg þegar farið var á æfinguna með Herði Harðviði. Það verður haldið vel á spilunum fram að móti og stefnan sett á að vera um 123 kg á mótsdegi.

Planið er að fara í gegn með eftirfarandi seríur :

Hnébeygja : 140 - 150 - 160
Bekkpressa : 70 - 80 - 85
Réttstöðulyfta : 160 - 180 - 190

Samtals : 435 kg

Hvernig líst ykkur á þetta lesendur góðir ????

Með kveðju

Emil Tölvutryllir

17. mars 2008 kl. 20:45 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 5 ummæli

5 ummæli

 1. hæ elskan min
  þú er steirkur min maður i love you

  frá ingunn

  Ummæli eftir ingunn birta hinriks | 17. mars 2008

 2. Varstu ekki hættur?Þú verður að fara að ákveða hvort þú ætlir að byrja að æfa aftur á fullu gasi eða ekki því þú ferð ekki í svona mót æfingalaus.

  Ummæli eftir Maggi Kor | 17. mars 2008

 3. ja pu deitur 125 x þegar þu borðar þár pulssur með mer hehe verðum 3 í 125 x speinandi þá

  Ummæli eftir turboin | 18. mars 2008

 4. Tryllirinn á auðvitað að vera í súpernum, ekki með smáskjóðunum í 100 kg-a

  Ummæli eftir Páverinn | 18. mars 2008

 5. sæll tryllir, hvað er að frétta ? sá að þú hringdir um daginn. var með simann á silent. ég reyndi að ná i þig daginn eftir en þú svaraðir ekki. vona að við séum enn góðir mátar ? en annars vona ég að þú æfir aðeins fyrir mótið og takir, hné : 165.kg , bekk 87.5.kg , og réttstöðu 192.5.kg og samanlagt : 445.kg sem er möguleiki ef þú heldur rétt á spöðunum . og vona að þú haldir ekki að ég sé hættur að hafa samband. hef bara verið að vinna soldið i sjálfum mér. bestu kveðjur ÓLAFUR GAUTI :) .

  Ummæli eftir ólafur gauti | 18. mars 2008

Lokað er fyrir ummæli.