Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Rykið dustað af lyftingarstönginni ….

power1.jpg

Tryllirinn hefur verið að íhuga hvort að hann eigi ekki að drullast til þess að reyna að æfa eitthvað smá og stilla upp á réttstöðumóti Massa í 125 kg flokki sem er 1 mars næstkomandi. Veit nú ekki alveg hvaða tölur eru raunhæfar þar en vonandi amk 160 kg, búinn að vera veikur og aumingjagangur í gangi. Það hefur bara ekki verið nein löngun til þess að æfa hvernig sem stendur á því…..

Það verður þá stefnt á að ná einni æfingu fyrir mótið sem er 1 mars næstkomandi. Endilega skrifið ykkar skoðun á því hvort að Tryllirinn ætti að stilla upp á þessu móti eða ekki ….

Með páverkveðju

Emil Tölvutryllir

17. febrúar 2008 kl. 22:28 | Emil Ólafsson | Umræðan, Kraftlyftingar | 11 ummæli

11 ummæli


 1. Fótboltastrákur mælir með að prufa :)

  Ummæli eftir Goalie Boy | 17. febrúar 2008

 2. Ertu þá hættur við að hætta í kraftasportinu eins og þú sagðir 13.feb að þú ætlaðir að gera? Ef svo er þá óska ég þér góðs gengis á mótinu ;)

  Ummæli eftir Linda Ósk | 17. febrúar 2008

 3. Linda :

  Ég hef bara ekki fundið neina löngun til þess að vera að æfa þannig að ég verð að taka þátt í þessu nánast æfingarlaus. Geri ekki ráð fyrir að taka yfir 170 kg.

  Mig langar að vera með á þessu móti en kemur í ljós hvað verður.

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 17. febrúar 2008

 4. Þú hefur ekkert og þá meina ég EKKERT á þetta mót að gera.

  Ummæli eftir Maggi Kor | 17. febrúar 2008

 5. Á hverju byggirðu það Maggi minn ?

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 17. febrúar 2008

 6. Þú hefur ekkert æft og gefið í skyn að nú sé komið gott og þú ætlir að létta þig eftir öðrum leiðum,haltu þig við það sem þú segir en ekki breyta um eftir behag en ef þú verður með þá óska ég þér góðs gengis.

  Ummæli eftir Maggi Kor | 17. febrúar 2008

 7. Sammála Magga. Þetta er svo mikið andskotans bull að það nær engri átt..
  Þú spurðir mig síðast í gær hvort ég væri ekki ánægð með að þú værir hættur í kraftasprti því þú hefðir bara engan áhuga á því eins og er.
  Þú skiptir deffenetly um skoðun á þessu krafta rugli en NÆRBUXUR !!!

  Ummæli eftir Alvilda | 17. febrúar 2008

 8. Það breytir því samt ekki Alvilda og Maggi að auðvitað langar mann til þess að vera með þótt að maður hafi ekki verið duglegur að æfa og hálf andlaus miðað við áður.

  Maggi, ég er nú þegar kominn niður í 125 kg flokk með því að létta mig eftir öðrum leiðum. Verð Sennilega um 123 kg þegar mótið verður ef allt gengur að óskum.

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 17. febrúar 2008

 9. Elsku Emil minn, hvernig stendur á því að þú skiptir um skoðun á þessu máli frá degi til dags? Taktu endanlega ákvörðun varðandi þetta mál, þú veist ekkert í hvorn fótinn þú átt að stíga í. Svo finnst mér ekkert sniðugt að þú sért að fara á þetta mót af því þú hefur ekkert æft lengi og ég vil ekki að eitthvað komi fyrir þig á mótinu vegna þess að þú hefur ekki æft lengi og af því mér þykir rosalega vænt um þig :)

  Ummæli eftir Linda Ósk | 17. febrúar 2008

 10. Hæ Linda.

  Ég er með svona maníu fyrir hlutum, fæ eitthvað á heilann alveg stöðugt. Það kemur ekkert fyrir mig þótt ég taki þátt í einu móti, en ég er ekki búinn að ákveða það alveg. Takk fyrir umhyggjuna.

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 17. febrúar 2008

 11. Kemst ekki á mótið, en gangi þér vel. Sjálfur ætla ég að bæta mig á næstuni og bið um andlega strauma frá Trylli. kveðja gunz

  Ummæli eftir Gunz | 21. febrúar 2008

Lokað er fyrir ummæli.