Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Læknavísindin á Íslandi storka örlögunum !!!!!

downs_syndrome.gif

Ég get ekki orða bundist af hneykslun minni yfir læknavísindunum á Íslandi. Eins og þið lesendur góðir hafið eflaust tekið eftir þá var umfjöllun í DV um helgina þar sem fram kom að síðan fósturskimun hófst á Íslandi árið 1999 hefur fóstrum með litningargalla eða það sem í daglegu tali er nefnt Downs Syndrome stórlega fækkað og síðan 2002 hafa aðeins 2 af 27 fóstrum fengið að lifa eftir að það kom í ljós að um litningargalla væri að ræða.

Mér finnst að læknavísindin séu að storka örlögunum með þessu. Þetta fólk er ekkert verra en hvað annað og í gegnum þátttöku mína í félagsstarfi hjá fötluðum í Tipp Topp þegar ég var búsettur í Reykjavík og síðar í gegnum Íþróttastarfsemi hjá fötluðum hef ég kynnst mikið af fólki með Downs Syndrome og þetta er ekkert verra fólk en aðrir og margir miklu betri en annað fólk.

Hver man ekki eftir Reyni Pétri sem labbaði hringinn í kringum landið árið 1986 til styrktar Sólheimum þar sem hann býr. Ég held að flestir sem eru komnir á fullorðinsaldur 30 ára og eldri muni eftir honum og þvílíkt þrekvirki sem þetta var hjá honum. Það væri ekki hvaða ófatlaður maður sem er sem gæti leikið þetta eftir.

Mér finnst að það sé verið að storka örlögunum með að skipta sér af nátttúrunni og vildi að það væri hægt að gera eitthvað í þessu. Ég þekki líka manneskju sem er með Downs Syndrome sem hefur bílpróf og vinnur 8 tíma á dag sem er meira en meðal annars ég hef getu til í dag. Þetta er bara fáránlegt og ég er bara REIÐUR YFIR ÞESSU !!!!!!!!

Þeir sem vilja vita meira um Downs Syndrome getið skoðað hérna inn á Wikipedia —– Downs Syndrome —–

17. febrúar 2008 kl. 21:30 | Emil Ólafsson | Umræðan | 7 ummæli

7 ummæli

 1. flott blogg. alveg voða flott bara gaman að lesa á síðunni þinni :) ja það er rétt hjá þer mongolitar eru ekkert öðruvisi en aðrir.

  Ummæli eftir anna vinkona | 17. febrúar 2008

 2. ÉG ER LÍKA REIÐ!! :@

  Ummæli eftir Linda Ósk | 17. febrúar 2008

 3. mér finnst .etta hræðilegt þetta er lika folk…og þau eru oftast miklu lifsglaðari en venjulegt folk og þau eru alltaf svo ánægð með lifið

  Ummæli eftir solny | 17. febrúar 2008

 4. Sanmmála þeim sem hér hafa talað á undan,þetta á bara ekki að líðast,GRRRRRRR.

  Ummæli eftir Maggi Kor | 17. febrúar 2008

 5. Finnst kannski ekki rétt að eyða þessum fóstrum en mér finnst fólk eigi samt að hafa val. Það er erfitt að vera með fatlað barn og því er örugglega mikið strítt.

  Finnst einnig ekki rétt að segja að þau séu miklu betri og æðislegri en annað fólk, þetta er galli og fötlun og afhverju ekki að forða einstaklingum frá því að eiga erfitt líf?

  Ummæli eftir Stella | 20. febrúar 2008

 6. Sæl Stella.

  Hvort ertu að meina að forða foreldrunum eða barninu sjálfu ??? Ég sagði aldrei að þau væru BETRI eða æðislegri en annað fólk. Það eiga jafn mikinn rétt til lífs þrátt fyrir sína fötlum.

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 20. febrúar 2008

 7. hæ emi veist hver eg er jeg er alvegg samala sorry eg gat ekki svarar fyrr.folk með down heilkeni er ekki verri en anað folk.anna down heilkeni maður seigir ekki hitt i dag.folk með down eru æðisleg folk.þetta er folk eins og við hinn .þetta er folk eins og við.frábærd folk.afhverju ma það ekki vera til eins og við?það þarf meira fr´æðlu með down heilkeni.folk með down er líka folk.eg svo reið.tilkves folk fæða barn .ef það er ekki sama þott það se heilbrigt eða fatlað.ef ég mundi eignast barn .mundi eg taka þvi hvernig það er þott það sé með down eða ekki.þmer fynst það’ ætti vera banna að eiða fostri með down heilkeni.margir samala mer
  eg ef kynnst folki með þetta heilkeni frabærd folk.skemtileg og mjog dugleg
  folk gott ap einver er samala mer .vá mwe langaði svo gera blað u m minar skoðu a þessu i dv eg veit i gamla daga var born með down sem lifðu til 3 ar aldur þvi margir þeim með hjartagala en veit umn folk með down sem hafa lifað lengi.sumir vilja ekki eiga barn með down treista ser ekki i það .ekki tibluin.það og fleira.ja þau eiga rett eins og aðrir fynst mer.já það er ekki lett að eiga fatlað barn ,þott eg ef ekki kynnst þvi þvi eg er ung enþa .en já með að vera strittt.eg er 19 ara með vægaþroslkaghomlun ef verið miki stritt .en eki nuna.veistu það geta allir lend i að folk striði mani þott maður er heilbrigður eða ekki..þap hafa argir att erfit lif.það er mjog grefjanfi að eiga fatlað barn ef eg heyrt.en margar mæður hafa standið sig mjog vel að ala upp einstalinga með fötlun.eg svo motti folki sem tala niður til folk,.er ekki seigja það se gert her.það efur verið gert við mig.eg ef kynnst nokkra með down heilkakenni með miss mikla f0tlun.ein af þeim er mjog spes han ermj0pg mikið bokaormur veit mikið um landið og fleira isldans se honum fynst gamman að lesa um.svo þekki eg anan.han er mjog cool og mer fynst stundum han sé ekki með down .þvi han svo frabær og vel upp alin.eg þoli ekki fordóma fullt fók .vita bara ekki betur stundum.eg er bara mjog anægð eg se ekki heilbrigð.eg bara með væga ekki mikla.seigjaa ykkur sogu einu sini var eg i skolanum4 ,með down og kennarin sagði við stuðning fultruaan viltu hjalpa mongolitunum .ein sem eg þekki með down heyrði þetta og var mjog sár eg var ykt reið við kennaran.það a taka tilit til allra þott þau enmeð down eða ekki.það þarf vera meira fræðsla um fatlanir fyrir folk.fynst mer það er oft folk sem eiga bagt sem leggja aðra i einelti.no með það er bara moti þessu að eiða fostri mep down kv iris

  Ummæli eftir iris osp | 29. febrúar 2008

Lokað er fyrir ummæli.