Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Djöfulsins flensa

Ég er orðinn nett pirraður á þessari djöfulsins flensu sem virðist engann endi ætla að taka. Er búinn að vera veikur síðan á fimmtudaginn og var í veikindafríi á föstudaginn og verð það líka á morgun. Ég má ekki vera að því að vera svona veikur er með skyldur gagnvart vinnunni, en það þýðir víst ekki að væla yfir þessu heldur bara að bíta á jaxlinn og vona að þetta gangi yfir sem fyrst.

Ég er að fara yfir til Alvildu eftir smástund að háma í slátur og kartöflumús. Veit ekki hversu mikil matarlystin verður og reikna með að fara snemma í háttinn í kvöld að lúlla. Fyrir utan þetta þá er allt ágætt að frétta.

Stjáni Beikon : Skilaboð til þín, endilega kíktu á síðuna hjá Alvildu http://alvilda.blog.is og kommentaðu þar hún er með skemmtilegt blogg eins og ég. Persónulegra finnst mér bloggið hennar betur skrifað en mitt, en það er náttúrlega bara persónubundið hvað fólki finnst í þeim málum eins og öðru.

Jæja ætla að fara að drulla mér yfir til þess að fá eitthvað í svanginn, maður læknast víst ekki á loftinu einu saman.

Eitt enn, hvernig haldið þið að stjörnuleikurinn í NBA fari í kvöld ??? Ég vona að vesturströndin vinni enda er liðið mitt Phoenix Suns í vesturströndinni.

Byrjunarliðin í kvöld :

Austurströndin :

Framherjar :

Kevin Garnett & LeBron James

Miðherji : Dwight Howard

Bakverðir : Jason Kidd, Dwayne Wade

Vesturströndin :

Framherjar :

Carmelo Anthony & Tim Duncan

Miðherji : Yao Ming

Bakverðir : Kobe Bryant & Allen Iverson

Ég spái 12 stiga sigri vesturstrandarinnar.

Bið að heilsa

Með kveðju

Emil

17. febrúar 2008 kl. 18:45 | Emil Ólafsson | Umræðan, Heilbrigði | 3 ummæli

3 ummæli

 1. Vestrið vinnur enda með betur samansett lið og ég spái því að Tim Duncan verði mvp leiksins. en bíðum og sjáum hvað setur.

  Láttu þér batna Surtur.

  Ummæli eftir Maggi Kor | 17. febrúar 2008

 2. Ég les alltaf bloggið hjá Alvildu. Þið eru bæði frábær.

  Kv. Stjáni

  Ummæli eftir Stjáni Beikon | 17. febrúar 2008

 3. Kommenta hjá henni líka Stjáni :)

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 17. febrúar 2008

Lokað er fyrir ummæli.