Emil bloggar

Það sem ekki drepur þig, gerir þig aðeins sterkari.

Emil & Ingunn hætt saman ….

brotid-hjarta.jpg

Þá er það ljóst að samband Emils og Ingunnar er á enda. Fyrst kom sms í kvöld þar sem Ingunn sagðist vilja vera á lausu en að við yrðum samt sem áður vinir. Eftir spjall í síma þá var komist að þeirri niðurstöðu að þannig yrði málum háttað.

Sambandsslit þessi eru í góðu, það er bara þannig stundum að fólk nær ekki saman. Ég óska Ingunni alls hins besta í framtíðinni og við verðum vinir eftir sem áður. Við höfum átt góðar stundir saman og það hefur náttúrlega líka gengið á ýmsu en þannig er nú lífið.

Þessi kafli er að baki og næsti tekur við. Kæru vinir og aðdáendur mínir, endilega kommentið hérna fyrir neðan um þetta. Þessvegna ber ég ykkur fréttir þessar til þess að við getum átt jákvæðar umræður um málin.

Með kveðju

Emil

11. febrúar 2008 kl. 22:06 | Emil Ólafsson | Umræðan | 13 ummæli

13 ummæli

 1. Já svona er þetta líf stundum. Ég hef séð ansi mikið af þessu sambandi og hvernig það hefur gengið. Mér þykir ofsalega vænt um ykkur bæði en ég held að þetta hafi verið besta lausnin eins og er. Ég á eftir að sakna að hitta Ingunni ekki eins oft og áður en svona er þetta. Gangi ykkur báðum allt í haginn í framtíðinni

  Ummæli eftir Alvilda | 11. febrúar 2008

 2. hmmm samt skrítið því þið voruð að skoða hringi til trúlofunnar hér um daginn :( Ég hef nú sjaldan lesið um eitthvað neikvætt hjá ykkur.. hef bara lesið að það hafi verið gaman hjá ykkur og þannig.. hvað kom eiginlega uppá ?

  Ummæli eftir Oprah Winfrey | 11. febrúar 2008

 3. Takk fyrir það Alvilda. Ég vona líka að Ingunni muni ganga allt í haginn í framtíðinni.

  Sæl Oprah.

  Ég var hissa á þessu líka en þetta var það sem hún vildi sjálf og það er ekkert að gera nema að sætta sig við orðinn hlut og lífið heldur áfram.

  Með kveðju

  Emil

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 11. febrúar 2008

 4. kannski var þetta komið gott. en annars þekki ég lítið til þessa sambands. en vona að þið verðið vinir .

  Ummæli eftir ólafur gauti | 11. febrúar 2008

 5. ææ það er hætt saman æææ
  i alveg ??

  Ummæli eftir gunna | 12. febrúar 2008

 6. hæ Gunna.

  já við erum alveg hætt saman.

  kveðja

  Emil

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 12. febrúar 2008

 7. Loksins berast manni góðar fréttir úr Keflavík,til hamingju að vera laus við Fýlustrump.
  Gangi þér vel í framtíðinni Emil minn.

  Ummæli eftir Maggi Kor | 12. febrúar 2008

 8. hæ taktu mig af blogg við getum allavega verið vinir er nuna á msn er reyna fa netið mer þykir vænt um þig og alvildu og vil vera vinkona ykkar enn er enn með gumma enn mer er samt hugsað til þin :)

  Ummæli eftir imma | 14. febrúar 2008

 9. Hæ Imma.

  Þú ert ekki á block. Kíktu á msnið getur spjallað við mig þar.

  Bið að heilsa Gumma.

  Kveðja

  Emil

  Ummæli eftir Emil Ólafsson | 14. febrúar 2008

 10. Imma bara mætt. Þetta á eftir að vera spennandi.

  Ummæli eftir Stjáni Beikon | 15. febrúar 2008

 11. eg sakna ykkar mjog mikid min osk er mikilvæg enn seigi hana ekki her

  Ummæli eftir imma | 17. febrúar 2008

 12. Imma það vita allir ósk þína :) þú vilt byrja aftur með Emil ekki satt??

  Ummæli eftir oprah winfrey | 17. febrúar 2008

 13. Emil - af hverju byrjið þið Imma ekki aftur saman?

  Ummæli eftir Guðrún Magnúsdóttir | 27. febrúar 2008

Lokað er fyrir ummæli.